Ferill 522. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 606  —  522. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um læknanám og læknaskort.

Frá Berglindi Hörpu Svavarsdóttur.


     1.      Er viðvarandi læknaskortur hér á landi að mati ráðherra og hver verður þróunin næstu árin miðað við núverandi fjölda læknanema á Íslandi?
     2.      Hyggst ráðherra beina því til kennslusjúkrahúsa að þau stuðli að því að Íslendingum sem stunda læknisfræði við erlenda háskóla standi til boða að taka verknámið hérlendis?
     3.      Hver er kostnaður ríkisins við að mennta hvern læknanema við Háskóla Íslands?
     4.      Hvað kostar læknanám erlendis til samanburðar við læknanám hérlendis og hvað skulda læknanemar lánastofnunum mikið fé að jafnaði við útskrift?
     5.      Kemur til greina að hafa einhvers konar hvata til að fá íslenska læknanema erlendis til að koma að loknu námi hingað til lands til starfa, t.d. niðurfellingu hluta námslána?
     6.      Hyggst ráðherra grípa til annarra aðgerða til að tryggja að íslenskir læknanemar erlendis skili sér heim að loknu námi?
     7.      Hefur ráðuneytið metið áhrif þess á íslenskt heilbrigðiskerfi ef íslenskir læknanemar sem stunda nám sitt erlendis og borga alfarið sitt nám að fullu skiluðu sér ekki hingað til lands að loknu námi?


Skriflegt svar óskast.